Leiðbeiningar til notkunar á tvígengisvélar

Ceramizer® er ætlað til notkunar á tvígengisvélar, en efnið endurbyggir slitfleti vélarinnar, einkum þá sem mest mæðir á.

Ceramizer® lagar viðkvæmustu slitfleti vélarinnar, eykur afl hennar og dregur úr eldsneytiseyðslu sem nemur 3 til 15%.

Rétt notkun á Ceramizer® skilar sér fljótt og vel í meira afli vegna aukinnar þjöppu, auk þess sem dregur úr titringi og hávaða frá vél, útblástur minnkar og líftími vélarinnar lengist allt að áttfalt. Ceramizer® ver helstu slitfleti vélarinnar gegn sliti og tæringu í amk 15.000 km.

Ceramizer® ver vélina gegn tæringu í langtímageymslu, en tvígengisvélar geta auðveldlega skemmst vegna langvarandi notkunarleysis.

Ceramizer® hefur engin áhrif á smurolíuna, sem viðheldur smurhæfni sinni að fullu. Olían er hins vegar notuð til að flytja efnið um vélina og koma því fyrir á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir það.

Ceramizer® byggir upp slitfleti vélarinnar á meðan hún er í notkun og án þess að taka þurfi neitt í sundur. Málmríkt keramikið hefur einstaka eiginleika og þekur alla fleti vélarinnar, einkum þá sem eru tærðir, og endurskapar þannig upprunalega áferð þeirra og minnkar allt viðnám í vélinni. Slíkt leiðir til léttari vélagangs, meira afls og minni eldsneytiseyðslu. Efnið er því fljótt að borga sig upp í minna viðhaldi og lægri eldsneytisútgjöldum.

EFNISUPPLÝSINGAR

1. Til að ná sem bestum árangri notið Ceramizer® í samræmi við leiðbeiningar.

2. Ceramizer® má blanda saman við allar gerðir smurolía fyrir tvígengisvélar.

3. Notkun á minna magni af Ceramizer® en gefið er upp dregur úr virkni.

4. Notkun á meira magni af Ceramizer® en gefið er upp skaðar ekki vélina.

SKAMMTAR AF CERAMIZER®

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Fyrri áfangi

1. Blandið Ceramizer® saman við einn líter af tvígengisolíu og hristið vel.

2. Hellið blöndunni á eldsneytistankinn.

3. Akið 700 km.

4. Akið rólega og þenjið ekki vélina.

5. Kannið olíusíuna eftir eins líters notkun og skiptið um ef þarf.

Seinni áfangi

1. Hitið vélina upp í 80-90 °C.

2. Drepið á vélinni.

3. Skrúfið kertið úr.

4. Setjið stimpilinn í efstu stöðu.

5. Sprautið hálfum skammti af Ceramizer® í kertagatið.

6. Snúið sveifarásnum réttsælis í nokkrar sekúndur.

7. Endurtakið þrep 2 til 4.

8. Skrúfið kertið í.

9. Ræsið vélina og látið hana ganga í hluthlausum í 15 mínútur.