Leiðbeiningar til notkunar á aflstýri

CERAMIZER® byggir upp slitfleti í aflstýrum og endurskapar upprunalega áferð þeirra.

Rétt notkun á Ceramizer® skilar sér fljótt og vel í betri stýringu, lengir líftíma kramsins, svo og tímann á milli olíuskipta.

Ceramizer® hefur engin áhrif á stýrisolíuna, sem viðheldur smurhæfni sinni að fullu. Olían er hins vegar notuð til að flytja efnið um kramið og koma því fyrir á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir það.

Ceramizer® byggir upp slitfleti stýrissins á meðan það er í notkun og án þess að taka þurfi neitt í sundur. Málmríkt keramikið hefur einstaka eiginleika og þekur alla fleti aflsstýrisins, einkum þá sem eru tærðir, og endurskapar þannig upprunalega áferð þeirra og minnkar allt viðnám. Efnið er því fljótt að borga sig upp í minna viðhaldi.

EFNISUPPLÝSINGAR

1. Ceramizer® hentar fyrir allar tegundir aflstýra.

2. Ef notað er minna af Ceramizer® en ráðlagt er í neðangreindri töflu má reikna með minni árangri.

3. Ef notað er meira af Ceramizer® en ráðlagt er þá hefur það engar neikvæðar hliðarverkanir, heldur lengir einungis verkunina.

4. Keramikhúðin endist allt að tvö ár, allt eftir því hve notkunin er mikil, eða uppí 100.000 km akstur.

5. Meðferð með Ceramizer® má endurtaka eins oft og þörf krefur.

6. Ceramizer® má nota á öll iðnaðartæki en þó er betra að fá ráðleggingar frá framleiðanda efnisins fyrst.

7. Þessari tækni er ætlað að vernda nýtt og notað kram, en lagar ekki það sem skemmt er.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

1. Hitið upp vélina með því að keyra nokkra kílómetra.

2. Drepið á vélinni.

3. Losið af áfyllingartappann á olíuforðabúri aflstýrisins og sprautið inn hálfum skammti af efninu. Kannið hvort að næg olía sé á forðabúrinu.

4. Festið áfyllingartappann.

5. Ræsið vélina. Snúið stýrinu og haldið því lengst til vinstri og síðan lengst til hægri, sitt á hvað í fimm til tíu mínútur. Þetta á einungis að gera meðan bíllinn er kyrrstæður og í lausagangi.

6. Drepið aftur á vélinni, losið áfyllingartappann og setjið restina af efninu á forðabúrið.

7. Endurtakið atriðin í liðum 4 og 5.

8. Málmkeramikhúðin byggist upp á næstu 1500 km. Því er æskilegt að skipta ekki um olíu á þeim tíma.

SKAMMTAR FYRIR ÁKVEÐIÐ OLÍUMAGN: