Leiðbeiningar til notkunar á gírkassa og drif

CERAMIZER® byggir upp slitfleti gírkassa og drifa og endurskapar upprunalega áferð þeirra.

Rétt notkun á Ceramizer® skilar sér fljótt og vel í meira afli og minni eldsneytiseyðslu, auk þess sem gírolían endist lengur og titringur og hávaði minnka. Líftími gírkassans lengist, svo og tíminn á milli olíuskipta. Ceramizer® byggir upp slitfleti gírkassans á meðan hann er í notkun og án þess að taka þurfi neitt í sundur. Málmríkt keramikið hefur einstaka eiginleika og þekur alla fleti gírkassans, einkum þá sem eru tærðir, og endurskapar þannig upprunalega áferð þeirra og minnkar allt viðnám. Efnið er því fljótt að borga sig upp í minna viðhaldi.

Ceramizer® stíflar ekki olíurör vegna þess hve agnir í efninu eru smáar. Ceramizer® hefur engin áhrif á gírolíuna, sem viðheldur smurhæfni sinni að fullu. Olían er hins vegar notuð til að flytja efnið um gírkassann og koma því fyrir á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir það.

EFNISUPPLÝSINGAR

1. Ceramizer® hentar fyrir allar tegundir gírolía, beinskipta gírkassa og niðurfærslugíra.

2. Ef notað er minna af Ceramizer® en ráðlagt er í neðangreindri töflu má reikna með minni árangri.

3. Ef notað er meira af Ceramizer® en ráðlagt er þá hefur það engar neikvæðar hliðarverkanir, heldur lengir einungis verkunina.

4. Keramikhúðin endist í allt að tvö ár, allt eftir því hve notkunin er mikil, eða uppí 100.000 km akstur.

5. Meðferð með Ceramizer® má endurtaka eins oft og þörf krefur.

6. Ceramizer® má nota á öll iðnaðartæki en þó er betra að fá ráðleggingar frá framleiðanda efnisins fyrst.

VARÚÐ

Notist ekki á sjálfskiptingar eða þjöppur.

Leiðbeiningar til notkunar á gírkassa og afturdrif

1. Til að ná sem bestum árangri er vissara að kanna hvort teflon-eflum hafi nýlega verið bætt við gírolíuna. Ef svo er, þá er ráðlagt að fjarlægja þau fyrst.

2. Keyrið nokkra kílómetra til að hita upp olíuna.

3. Drepið á vélinni.

4. Losið olíutappann á gírkassanum eða drifinu.

5. Sprautið efninu úr túpunni og passið að missa ekki olíu af kassanum eða drifinu.

6. Setjið olíutappann í.

7. Keyrið amk tíu km á innan við 90 km hraða og síðan 100 til 300 metra í bakkgír.

Leiðbeiningar til notkunar á niðurfærslugírum

1. Hitið upp niðurfærslugírana í amk 30 mínútur.

2. Hættið notkun.

3. Fjarlægið olíuáfyllingarlok og sprautið inn efninu.

4. Setjið olíulokið á.

5. Málmkerarmikhúð myndast á um 60 klukkustundum miðað við hefðbundna notkun. Ekki er mælt með olíuskiptum á þeim tíma.