Leiðbeiningar til notkunar á vélum

CERAMIZER® er ætlað til notkunar á venjulegar bílvélar, hvort sem þær eru bensín- eða díselknúnar. Efnið endurbyggir slitfleti vélarinnar, einkum þá sem mest mæðir á.

Rétt notkun á Ceramizer® skilar sér fljótt og vel í meira afli vegna aukinnar þjöppu í öllum strokkum vélarinnar. Um leið minnkar eldsneytiseyðsla og smurolían endist lengur, auk þess sem dregur úr titringi og hávaða frá vél, útblástur minnkar og líftími vélarinnar lengist. Ceramizer® stíflar hvorki olíusíur né olíurör vegna þess hve agnir í efninu eru smáar.

Ceramizer® hefur engin áhrif á smurolíuna, sem viðheldur smurhæfni sinni að fullu. Olían er hins vegar notuð til að flytja efnið um vélina og koma því fyrir á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir það.

Ceramizer® byggir upp slitfleti vélarinnar á meðan hún er í notkun og án þess að taka þurfi neitt í sundur. Málmríkt keramikið hefur einstaka eiginleika og þekur alla fleti vélarinnar, einkum þá sem eru tærðir, og endurskapar þannig upprunalega áferð þeirra og minnkar allt viðnám í vélinni. Slíkt leiðir til léttari vélagangs, meira afls og minni eldsneytiseyðslu. Efnið er því fljótt að borga sig upp í minna viðhaldi og lægri eldsneytisútgjöldum.

EFNISUPPLÝSINGAR

1. Ceramizer® hentar fyrir allar tegundir smurolía og véla, hvort sem um er að ræða bensín- eða díselvélar, með eða án túrbínu eða hvarfakúts.

2. Ceramizer® má nota á allar helstu iðnaðar- og verksmiðjuvélar, en þó er vissara að hafa fyrst samband við framleiðanda efnisins.

3. Ef notað er minna af Ceramizer® en ráðlagt er í neðangreindri töflu má reikna með minni árangri.

4. Ef notað er meira af Ceramizer® en ráðlagt er þá hefur það engar neikvæðar hliðarverkanir, heldur lengir einungis verkunina.

5. Ceramizer® má brúka hvenær sem er, en besti árangurinn fæst eftir olíuskipti.

6. Á meðan efnið er að virka er áríðandi að skipta ekki um olíu 1500 km eftir að efnið er sett á vélina. Eftir það má skipta hvenær sem er um olíu.

7. Ceramizer® er notað sem fyrirbyggjandi efni til að minnka viðnám slitflata og lengir þannig líftíma vélarinnar.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

1. Hitið vélina upp í eðlilegan vinnuhita (80–90 °C) með því að keyra bílinn í umb tíu mínútur eða láta vélina ganga korter í lausagangi.

2. Drepið á vélinni.

3. Losið olíulokið af vélinni og sprautið efninu inn í hana.

4. Setjið olíulokið aftur á vélina.

5. Ræsið vélina og látið hana ganga korter í lausagangi.

6. Akið af stillingu næstu 200 km og látið vélina aldrei fara yfir 2700 snúninga. Lægri snúningur þýðir minna viðnám og betri uppbyggingu keramikefnisins.

7. Í stað 200 km aksturs má láta vélina ganga fjórar klukkustundir í lausagangi, en einn tími í lausagangi samsvarar 50 km af hefðbundnum akstri.

8. Eftir að 200 km akstri er náð má aka á þeim hraða og snúningi sem hentar. Ceramizer®-efnið hefur náð að dreifa sér um vélina og heldur áfram að byggja hana upp næstu 1500 km, en á þeim tíma má hins vegar ekki skipta um smurolíu.