Ummæli

Blackhole

Mig langar að deila smá reynslu með ykkur.

Ég fékk gamlan Mercedes Benz í viðgerð sem var með bilað vökvastýri og við nánari athugun þá kom í ljós að dælan var nánast dauð. Eina sem gerðist var bara vökvadælu surg. Vökvinn var fallega metallic svo það var augljóst að það var mjög mikið slit. Eigandinn var frekar strapped for cash svo hann spyr mig hvort það sé ekki hægt að gera eitthvað til að redda stýrinu svo það virki í einn eða tvo auka mánuði, þar sem hann er betur staddur þá. Ég minntist þess að hafa heirt um góða reynslu af Ceramizer á vökvastýri sem og gírkassa. Þannig að ég hafði upp á manninum sem flytur þetta inn. Ég fekk hjá honum efni á vökvastýri og skellti því á forðabúrið. Ég skipti ekki um vökva, þar sem ég vildi ekki eyða meira í þetta ef þetta skyldi ekki virka (satt að segja þá bjóst ég varla við neinum mun).

Ég ræsti bílinn og byrjaði að snúa stýrinu fram og til baka, á innan við mínútu þá var surg hljóðið horfið en sama máttleisið enn til staðar. Pakkningin sagði að efnið þyrfti um 1500 km akstur til að fá fullt effect, svo ég sendi manninn burt á bílnum með jafn slapt en hljóðlátara stýri. Hann kom aftur fyrir nokkrum dögum, búinn að aka rúma 1500 km og stýrið virkaði mun betur en það hafði gert þegar hann keypti bílinn fyrir nokkrum árum. Ekkert hljóð og virkaði fínt.

Ég verð að segja að ég bjóst ekki við þessu. ætli það sé þá ekki næst á dagskránni að skipta um vökvann til að losna við málminn sem er þarna fljótandi um kerfið, jafnvel að skella öðrum skammti af efninu til öryggis.

Ég veit núna að Kemi er að selja þetta, en ég fann gaurinn gegnum gamla auglýsingu hér á l2c. Almennt þá er ég hrifnastur að skipta um parta sem eru bilaðir, en eins og áður nefnt þá var ekki til peningur fyrir dælu.

Samkvæmt leiðbeiningum með efninu þá á það að fylla upp í minniháttar rispur og slit sem og minnka slit eftir að það hefur náð fullri viðloðun. (Efnið er ekki til þess gert að gera við brotna eða handónýta hluti)

-

Andri Hrafn

Ég er með 2005 módel af Subaru Forrester sem var stífur í fyrsta og öðrum gír, sérstaklega þegar kalt var úti. Ég hafði heyrt af Ceramizer bætiefninu og langaði til að prófa það. Ég setti Ceramizer CB á gírkassann og eftir u.þ.b 2000 km byrjaði ég að finna mun. Skiptingin milli gír varð léttari og þýðari. Ég myndi mæla með notkun Ceramizer á gírkassa til að koma í veg fyrir slit og halda kassanum liðugum.