PRÓFANIR

Ceramizer tekið í sérstaka þolraun

Þolpróf á Ceramizer þar sem bílvél var látin ganga án smurolíu var framkvæmt af Rúnari Sigurjónssyni hjá Bíla-Doktornum, Skútuvogi 13 í Reykjavík.

Prófið var framkvæmt á fólksbíl með 1600 rúmsentimetra bensínvél sem var ekin rétt rúmlega 200.000 kílómetra, en eftir að bílnum hafði verið ekið þónokkra kílómetra með Ceramizer, var mótorolían tekin af vélinni og olíusía fjarlægð.

Vélin var því næst gangsett og látin ganga hægagang með ljósin á bílnum kveikt, en vélinn gekk fullkomlega eðlilega samfellt í 5 klukkutíma og 20 mínútur. Þá þyngdi á mótornum og hann drap á sér.

Miðað við snúningshraða má reikna það út að þá hafi sveifarás vélarinnar verið búinn að fara 256.000 hringi.

Eftir að mótorinn hafði kólnað var hann gangsettur aftur og gekk í 15 mínútur í viðbót.

Vélin í bílnum gat gengið svo lengi sem viðnámsfletir hennar væru enn húðaðir keramikmálmlagi sem er 8 sinnum harðara en stál og hefur 10 sinnum minni viðnámsstuðul en stál á móti stáli.

Prófið sannaði þannig með augljósum hætti virkni og vernd efnisins Ceramizer.

Rúnar Sigurjónsson

Framkvæmdastjóri Bíla-Doktorsins

-

Þjappan gefur vísbendingu um ástand vélarinnar. Aukning hennar eftir að notkun Ceramizer-efnisins hófst, og eknir höfðu verið 2124 km, staðfestir endurbætingu vélarinnar.

Akstur án allrar smurolíu eftir að Ceramizer® hafði verið bætt á vélina sannar hæfni efnisins til að verja hana gegn sliti og tæringu, jafnvel við verstu aðstæður eins og þegar olíu vantar á vélina.

Rúnar Sigurjónsson á þennan Chevrolet Coupe árgerð 1931. Bíllinn er með upprunalegri vél, gírkassa og drifi sem Rúnar notar Ceramizers® á, en efnið er sérlega hentugt á eldri bíla.

Ceramizer® hefur verið prófað í mörgum óháðum könnunum, auk þess sem það hefur verið notað með mjög góðum árangri af fjölmörgum viðskiptavinum.

(Sjá nánar www.ceramizer.com/test)