HVERNIG VIRKAR EFNIÐ?

Lagfæring með Ceramizer byggir einkum á enduruppbyggingu slitflata sem fóðrast upp með keramikhúð sem hefur einstaka eiginleika. Þetta fer fram án þess að nokkuð sé tekið í sundur enda er nóg að bæta Cermizer-efninu í smurolíu vélarinnar, gírkassann og drifið, eða saman við eldsneytið.

Við núning myndast sterk keramik-húð á yfirborði slitflatanna, einkum þar sem slitið er mest. Um leið og ný þekja myndast minnkar viðnámið og slitflöturinn nær smám saman sinni upphaflegu lögun. Þetta þýðir að slitnustu og rispuðustu staðirnir hafa verið endurbyggðir með þykku lagi af keramiki.

Til að auka viðnámið ætti ökumaður ekki að fara yfir 2700 snúninga á mínútu fyrstu 200 km eftir að efnið hefur verið sett á, en því lægri sem snúningurinn er, því meira er viðnámið í vélinni og uppbygging keramiksins betra.

Vegna góðrar dreifingar á ögnum í Ceramizer-efninu og viðloðunar þeirra við málmagnir í olíunni myndast hart og sleipt yfirborð þar sem hiti og núningur er mestur. Í sameiningu byggja þessar agnir upp skemmda slitfleti og mynda harða keramikhúð.

Virkni efnisins fer fram við hefðbundna notkun ökutækisins og byggir upp sterka keramikhúð á helstu slitflötum.

Efnið lagar og byggir upp málmfleti á viðkvæmustu núningsflötum vélarinnar og eykur endingu hennar. Hinn nýi slitflötur verður bæði harður og endingargóður, með minna viðnám og betri hitaleiðni, og þolir þannig meira álag og hærri hita. Efnið fyllir upp í og lagar minniháttar skemmdir og aflaganir og það endist í gegnum fjölmörg olíuskipti, í að minnsta kosti 70.000 km á vél og 100.000 km á gírkassa.

Ceramizer-efnið inniheldur ekki teflon, blý eða mólýbenít. Það stíflar ekki olíusíur eða smurgöng því agnirnar í því eru einungis 2-5 míkron að stærð á meðan götin í olíusíunni eru yfir 5 míkron. Auk þess festist efnið einungis þar sem málmfletir nuddast saman og endar þannig ekki í smurgöngum eða síu. Cermamizer-efnið þykkir ekki olíuna og hjálpar því ekki til við að stöðva olíuleka. Einn skammtur af Ceramizer er 5 ml.

Við ábyrgjumst árangur og endingu í að minnsta kosti 70.000 km. Eftir það er ráðlagt að nota Ceramizer-efnið á nýjan leik.

KOSTIR ÞESS AÐ NOTA CERAMIZER®:

1. Ver virkustu slitfleti bílsins gegn sliti

2. Byggir upp slitfleti án þess að taka þurfi neitt í sundur

3. Endist í 70.000 til 100.000 km akstur

4. Lækkar eldsneytiseyðslu um 3 til 15%

5. Eykur afl og virkni vélarinnar

6. Ver gegn tæringu og dregur úr virkni skaðlegra efna í ódýru eldsneyti og lélegum smurefnum

7. Eykur virkni smurkerfisins

8. Lækkar olíukostnað

9. Lengir tíma á milli olíuskipta um a.m.k. helming

10. Dregur úr útblæstri skaðlegra efna

11. Tryggir hljóðlátari vél, gírkassa og drif

12. Minnkar titring frá vél

13. Dregur viðnám slitflata niður fyrir 0,02, sem er tíu sinnum lægra en stáls í stál

14. Eykur endingu allra vélahluta

15. Eykur áreiðanleika vélarinnar

16. Fimmfaldar líftíma allra slitflata

17. Lækkar vinnuhita vélarinnar

18. Ef vélin lekur olíu má keyra hana allt að 500 km án þess að hún skemmist. Olíulausir gírkassar, niðurfærslugírar og drif þola allt að 1000 km akstur.

19. Hjálpar til við kaldræsingu

20. Kemur í veg fyrir að stimpilhringir festist

21. Ver kram bílsins fyrir náttúruöflunum